Samstæða Hraðfrystihús Hellissands, sem á og gerir út fjóra báta og vinnslu á Rifi, hagnaðist um 644 milljónir króna árið 2022 en árið áður nam hagnaður 801 milljón. Rekstrartekjur jukust um 600 milljónir milli ára og námu 4,2 milljörðum.
Félagið keypti annað dótturfélag á árinu og jókst efnahagur félagsins töluvert fyrir vikið. Eigið fé nam 4,4 milljörðum í lok árs og eignir 11,3 milljörðum en eiginfjárhlutfall félagsins fór niður úr 42,4% í 39,3% milli ára.
Eigendur félagsins eru Ólafur Rögnvaldsson, Rögnvaldur Ólafsson, Örvar Ólafsson og Jón Steinar Ólafsson með fjórðungshlut hver.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.