Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur ákveðið að hætta alfarið starfsemi í Rússlandi eftir innrás Rússahers í Úkraínu í febrúar. Reuters greinir frá.
Mercedes stöðvaði framleiðslu í Rússlandi og útflutning til landsins í byrjun mars. Félagið tilkynnti í morgun að það myndi draga sig alfarið út af Rússlandsmarkaði og selja hlutabréf í rússneskum dótturfélögum, sem starfa á sviði iðnaðar og fjármálaþjónustu. Kaupandinn er rússneska bílasalan Avtodom.
Harald Wilhelm, fjármálastjóri Mercedes, sagði á uppgjörsfundi að ákvörðunin muni ekki hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins umfram það sem áður hefur verið gjaldfært.