Vísbendingar eru um að verðbólga í Bandaríkjunum verði ekki eins mikil í ágúst eins og mánuðina á undan. Verðbólgutölur fyrir ágúst verða birtar á þriðjudag.

Mikilvægar neysluvörur lækkuðu og hækkuðu í verði ágúst. Eldsneytisverð lækkaði í takt við lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Ótti við kreppu er meginástæðan enda sér ekki fyrir endan á stríðinu í Úkraínu. Gallonið af bensíni lækkað í ágúst úr 4,22 dölum í 3,84 dali.

Flugfargjöld lækkuðu í verði rétt eins og notaðir bílar og hótel. Leiguverð hefur einnig hækkað minna en mánuðina á undan. Hins vegar hækkaði matarverð mikið í ágúst.

Verðbólgutölurnar á þriðjudag munu hafa mikil áhrif á vaxtaákvörðun Bandaríska seðlabankans þann 21. september. Markaðsaðilar búast við 0,75% vaxtahækkun.