Fyrirtæki hér á landi skiluðu 751 milljarði króna í hagnað í fyrra sem er methagnaður hér á landi. Hagnaðurinn var einnig meiri árið 2021 en hann hafði áður verið og því hægt að tala um mikla búbót í fyrirtækjarekstri á síðustu tveimur árum.

Nokkrir stórir geirar atvinnulífsins skiluðu methagnaði á síðustu tveimur árum og má þar nefna álframleiðslu, fasteignaviðskipti og smásöluverslun.

Arðsemi fyrirtækja í fyrra reyndist góð í sögulegu ljósi og tekjuskattur ríkissjóðs af þessum fyrirtækjum nam 155 milljörðum króna sem er met. Skattgreiðslan í fyrra var meira en helmingi meiri en hún hefur orðið mest áður.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði