Loðnu­vinnslan hf. á Fá­skrúðs­firði skilaði met­hagnaði í fyrra, 3,5 milljörðum króna. Sam­kvæmt frétta­til­kynningu er um að ræða lang­besta rekstrar­ár í sögu fyrir­tækisins.

Aðal­fundur Loðnu­vinnslunnar fór fram síðast­liðinn fimmtu­dag þar sem þar sem niðurstaða síðasta árs var kynnt fyrir hluthöfum.

Sam­kvæmt til­kynningu nam hagnaður af rekstri fé­lagsins eftir skatta í fyrra 3.483 milljónir króna á móti 1.247 milljónum árið 2021.

Tekjur jukust um 45% á sama tíma­bili og voru 18.180 milljónir. Tekjur voru 14.039 milljónir að frá­dregnum eigin afla.

Í apríl síðast­liðnum var til­kynnt að Frið­rik Már Guð­munds­son, kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Fá­skrúðs­firðinga og fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnslunnar á Fá­skrúðs­firði, hefði á­kveðið að láta af störfum í haust en hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnslunnar undan­farin 10 ár.

Undir stjórn Frið­riks hefur eigið fé fé­lagsins fimm­faldast á síðustu níu árum og farið úr 3 milljörðum í 14.895 milljarða undir árs­lok 2022, sem er 54% af niður­stöðu efna­hags­reiknings.

Greiða 20% arð til hluthafa

Veltu­fé frá rekstri hækkaði tölu­vert á milli ára og var 4.502 milljaðrar í fyrra á móti 1.572 milljörðum árið 2021.

Kaup­fé­lag Fá­skrúðs­firðinga er stærsti hlut­hafi LVF og fer með 83% eignar­hlut. Á aðal­fundinum í síðustu viku var á­kveðið að greiða 20% arð til hlut­hafa sem gera 140 milljónir. Af 750 í­búum Fá­skrúðs­fjarðar eru 350 með­limir í Kaup­fé­laginu. Í frétta­til­kynningu frá fyrir­tækinu segir að allar á­kvarðanir um starf­semi Loðnu­vinnslunnar séu teknar með það fyrir augum að þær gagnist heima­byggð.

Loðnu­vinnslan og Kaup­fé­lag Fá­skrúðs­firðinga á­kvaðu á aðal­fundum sínum að út­deila styrkjum til hinna ýmsu mál­efna til eflingar sam­fé­lagsins í Fá­skrúðs­firði. Heildar­upp­hæðin að þessu sinni var 32,6 milljónir króna.

Ung­menna­fé­lagið Leiknir fékk af­hentar 17 milljónir króna til í­þrótta og æsku­lýðs­starfs, Starfs­manna­fé­lag Loðnu­vinnslunnar fékk 10 milljónir króna, Fé­lag um Franska daga fékk 1,8 milljónir í styrk, Björgunar­sveitin Geisli fékk 1 milljón krónur og Holl­vina­sam­tök Skrúðs fengu 1 milljón til á­fram­haldandi upp­byggingar fé­lags­heimilisins Skrúðs.