Freyja Healthcare, sem stofnað var árið 2017 af Jóni Ívari Einarssyni, prófessor í kvensjúkdómalækningum við læknadeild Harvard Háskóla, hefur tryggt sér rúmlega 8 milljóna dala fjármögnun sem samsvarar 1,1 milljarði króna.

Þátttakendur í fjármögnunarlotunni voru íslenskir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar. Jón Ívar segir jákvætt að félagið verði áfram í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta.

Freyja Healthcare, sem stofnað var árið 2017 af Jóni Ívari Einarssyni, prófessor í kvensjúkdómalækningum við læknadeild Harvard Háskóla, hefur tryggt sér rúmlega 8 milljóna dala fjármögnun sem samsvarar 1,1 milljarði króna.

Þátttakendur í fjármögnunarlotunni voru íslenskir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar. Jón Ívar segir jákvætt að félagið verði áfram í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta.

„Fyrir fjármögnunina var félagið í meirihlutaeigu Íslendinga og það verður það áfram eftir fjármögnunina. Allir sem koma inn í félagið núna eru Íslendingar. Ég vil helst hafa það þannig af því að mér finnst spennandi að geta einnig byggt upp starfsemi á Íslandi þegar fram í sækir.“

Mikill áhugi íslenskra fjárfesta

Arctica Finance aðstoðaði félagið við fjármögnunina. Jón Þór Sigurvinsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance, segir fjármögnunina hafa gengið mjög vel, þrátt fyrir krefjandi aðstæður á markaði.

„Þetta er einstakt verkefni og við urðum strax mjög hrifin þegar við hittum Jón Ívar og teymið á bakvið Freyju. Útboðinu var beint að takmörkuðum hópi fjárfesta og hátt hlutfall þeirra sem fengu kynningu fjárfestu í félaginu.“

Í næstu fjármögnunarlotu verður leitast eftir því að fá erlendan sérhæfðan fjárfesti að borðinu.

„Félagið gerir ráð fyrir því að þessi fjármögnunarlota dugi í að minnsta kosti tvö ár og stefnt er að fyrstu tekjum á næsta ári. Þegar farið verður í næstu fjármögnunarlotu mun félagið að öllum líkindum leggja áherslu á að fá líka erlenda sérhæfða fjárfesta að borðinu,“ bætir Jón Þór við.