Í ár hljóta alls 682 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki en í ár er sjötta árið sem Creditinfo veitir slíka viðurkenningu. Sams konar viðurkenningar eru veittar víða um heim en listi Creditinfo er byggður á finnskri fyrirmynd.
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, segir að listinn sé mikilvægur liður í að styðja við heilbrigði íslensks atvinnulífs og að það sé gaman að geta lagt að mörkum til að auka jákvæða umfjöllun um íslensk fyrirtæki.
Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fjölgað verulega en Creditinfo hefur birt lista framúrskarandi fyrirtækja frá árinu 2010 en þá voru einungis 178 félög á listanum.
Nánar er rætt við Brynju í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem fylgir með Viðskiptablaðinu í fyrramálið.