Hlutabréfaverð Trump Media & Technology Group, móðurfélag samfélagsmiðilsins Trump Social, hefur hækkað um 9% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag.
Gengi félagsins, sem er í meirihlutaeigu Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikana, hækkaði um rúm 12% í viðskiptum gærdagsins eftir um 41% lækkun síðustu þrjá viðskiptadaga á undan.
Gengi félagsins hefur sveiflast gríðarlega síðustu mánuði en félagið náði sínu lægsta gengi frá skráningu undir lok septembermánaðar.
Samkvæmt MarketWatch hefur gengi félagsins verið að sveiflast í takt við væntingar fjárfesta um að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna.
Bandaríski viðskiptamiðillinn segir að þó gengishækkun síðustu daga bendi til þess að fjárfestar, að minnsta kosti þeir sem hafa trú á félaginu, séu að veðja á Trump vini.
Hins vegar ber að varast að draga of miklar ályktanir þar sem fjárfestar gætu einnig verið að taka stöður í samræmi við hvernig félaginu muni vegna eftir kosningarnar hvort sem Trump vinnur eður ei.
Donald Trump stofnaði Trump Media and Technology Group árið 2021, nokkrum mánuðum eftir að hafa tapað forsetakosningunum árið 2020 og lokað var fyrir reikninga hans á Twitter og Facebook vegna árásar stuðningsmanna hans bandaríska þinghúsinu 6. janúar 2021.
Samfélagsmiðillinn Truth Social tapaði 16,4 milljónum dala á síðasta ársfjórðungi. Mun það vera örlítið betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar félagið tapaði 22,8 milljónum dala.
Stjórn samfélagsmiðilsins Truth Social,samanstendur m.a. af Donald Trump Jr. og þremur ráðherrum úr ríkisstjórn Trump.
Stjórn félagsins ákvað í vor að sameinast sérhæfða yfirtökufélaginu (e. SPAC) Digital World Acquisition Corp. Félagið var þannig skráð á markað undir auðkenninu DJT sem er jafnframt upphafsstafir Trump,