Fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins hefur ákveðið að taka til skoðunar kaup Novo Nor­disk holdings, móðurfélags lyfja­fyrir­tækisins Novo Nor­disk, á lyfja­fram­leiðandanum Cata­lent.

Móðurfélagið keypti lyfja­fram­leiðandann á 114 milljarða danskra króna og seldi síðan þrjár verk­smiðjur Catalent til Novo Nor­disk á 76 milljarða danskra króna.

Mark­miðið með yfir­tökunni var að reyna auka fram­leiðslu­getu Novo Nor­disk á þyngdar­stjórnunar­lyfjunum Ozempic og Wegovy en gríðar­leg eftir­spurn er eftir lyfjunum á heims­vísu.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsenmun fram­kvæmda­stjórn ESB skila úr­skurði um málið 6. desember næst­komandi.

Fram­kvæmda­stjórnin, sem sér um sam­keppnis­eftir­lit innan Evrópu­sam­bandsins, mun annaðhvort samþykkja kaupin með eða án kröfu um breytingar eða hefja fjögurra mánaða rannsókn á kaupunum hafi þau miklar áhyggjur af við­skiptunum.

Höfuðstöðvar Cata­lent eru í New Jer­s­ey í Bandaríkjunum og hafa neyt­enda­samtök vestan­hafs og þing­menn í Bandaríkjunum krafist þess að yfir­völd stígi inn og stöðvi yfir­tökuna.

Að þeirra mati hamlar yfir­takan sam­keppni á þyngdar­stjórnunar­lyfja­markaðinum en áköll en þrýstingur um að yfir­takan verði stöðvuð kemur frá bandarískum sam­keppnisaðilum Novo Nor­disk, Roche og Eli Lily.

Emily Field, sér­fræðingur sem starfaði um ára­bil hjá Bandaríska við­skiptaráðinu (FTC), sagði nýverið á opnum fundi á vegum Barcla­ys banka að hún telji lík­legt að FTC muni hafa af­skipti af við­skiptunum.

„Það er þó erfitt að greina stöðuna við ákvörðun FTC sem verður byggð á upp­lýsingum sem eru ekki að­gengi­legar fyrir al­menning,“ sagði Field.

Hún telur þó ólík­legt að við­skiptin verði stöðvuð en það verði lík­legast gert allt til að hægja á ferlinu.

Sam­kvæmt sér­fræðingum sem Børsen ræddi við er FTC að hafa áhyggjur af fram­leiðslu­getu allra þriggja félaganna á þyngdar­stjórnunar­lyfjum næstu þrjú árin og hvaða áhrif það muni hafa á verð slíkra lyfja.