Ari Helga­son, fjár­festir sem hefur starfað innan heims sprota­fyrir­tækja í næstum tvo ára­tugi, hefur leyst úr stokkunum fjár­festinga­sjóðinn Transition á­samt Davíð Helga­syni bróður sínum og stofnanda Unity Games.

Sam­kvæmt gögnum sem skilað var inn til banda­ríska verð­bréfa­eftir­litsins, SEC, vinnur sjóðurinn að því að safna allt að 200 milljónum Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar rúm­lega 26 milljörðum ís­lenskra króna.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið gat Ari ekki gefið upp hver stærð sjóðsins væri í dag en hann hefur nú þegar fjár­fest í níu um­hverfis­tengdum fyrir­tækjum.

Fjár­festingar­stefna sjóðsins er að vinna með fyrir­tækjum sem starfa innan svo­kallaðs „planetary boundaries“ en um er að ræða hug­tak frá Stock­holm Resilien­ce Centre sem ein­blínir á níu vist­kerfi sem eru undir þrýstingi af manna­völdum t. d. súrnun sjávar, lofts­lags­breytingar, eyðslu á drykkjar­vatni og líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika.

Fjárfesta í fyrirtækjum innan níu kerfa

„Strategían er að fjár­festa í tækni­fyrir­tækjum sem geta hjálpað með að leysa um­hverfis­vanda innan þessara níu kerfa. Þetta eru níu um­hverfis­kerfin sem þurfa að vera í jafn­vægi svo það sé hægt að lifa vel á plánetunni,“ segir Ari sem var á vinnu­stofu fyrir loft­lags­fjár­festa í Helsinki þegar Við­skipta­blaðið náði af honum tali.

„Þegar við byrjum að vinna með fyrir­tækjum erum við að nota þessi „Planetary boundaries“ til þess í rauninni að hugsa um hver á­hrif fjár­festingarinnar geta verið,“ bætir Ari við.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði