Ari Helgason, fjárfestir sem hefur starfað innan heims sprotafyrirtækja í næstum tvo áratugi, hefur leyst úr stokkunum fjárfestingasjóðinn Transition ásamt Davíð Helgasyni bróður sínum og stofnanda Unity Games.
Samkvæmt gögnum sem skilað var inn til bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, vinnur sjóðurinn að því að safna allt að 200 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 26 milljörðum íslenskra króna.
Í samtali við Viðskiptablaðið gat Ari ekki gefið upp hver stærð sjóðsins væri í dag en hann hefur nú þegar fjárfest í níu umhverfistengdum fyrirtækjum.
Fjárfestingarstefna sjóðsins er að vinna með fyrirtækjum sem starfa innan svokallaðs „planetary boundaries“ en um er að ræða hugtak frá Stockholm Resilience Centre sem einblínir á níu vistkerfi sem eru undir þrýstingi af mannavöldum t. d. súrnun sjávar, loftslagsbreytingar, eyðslu á drykkjarvatni og líffræðilegan fjölbreytileika.
Fjárfesta í fyrirtækjum innan níu kerfa
„Strategían er að fjárfesta í tæknifyrirtækjum sem geta hjálpað með að leysa umhverfisvanda innan þessara níu kerfa. Þetta eru níu umhverfiskerfin sem þurfa að vera í jafnvægi svo það sé hægt að lifa vel á plánetunni,“ segir Ari sem var á vinnustofu fyrir loftlagsfjárfesta í Helsinki þegar Viðskiptablaðið náði af honum tali.
„Þegar við byrjum að vinna með fyrirtækjum erum við að nota þessi „Planetary boundaries“ til þess í rauninni að hugsa um hver áhrif fjárfestingarinnar geta verið,“ bætir Ari við.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði