Kvikmyndin A Minecraft Movie var frumsýnd um helgina í kvikmyndahúsum um allan heim og nam miðasala á heimsvísu um 301 milljón Bandaríkjadala. Þar af nam miðasala í Bandaríkjunum og Kanada um 157 milljónum dala.

Myndin er byggð á hinum vinsæla tölvuleik frá Microsoft en á vef WSJ segir að opnunarhelgin hafi verið sú stærsta síðan Deadpool & Wolverine var frumsýnd í júlí í fyrra.

Þar segir að Minecraft-myndin hafi skilað inn 144 milljónum dala í miðasölu utan Norður-Ameríku en velgengni myndarinnar er vel þegin í ljósi þeirrar samdráttar sem kvikmyndahús hafa glímt við undanfarin misseri.

Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa reynst erfiðir fyrir bíóhús og kvikmyndaiðnaðinn í heild sinni en myndir á borð við Snow White, Mickey 17, Captain America: Brave New World, Novocaine og The Alto Knights ollu töluverðum vonbrigðum.

Miðasala í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungnum var 1,42 milljarðar dala, sem er 12% lækkun milli ára og 41% minni en hún var árið 2019.