DHL Express á Íslandi hagnaðist um 248 milljónir króna árið 2023 en til samanburðar nam hagnaður ársins á undan 201 milljón króna.

Tekjur félagsins drógust þó saman um 439 milljónir á milli áranna og nam rúmlega þremur milljörðum árið 2023.

Rekstrarkostnaður dróst að sama skapi saman um 440 milljónir á milli áranna 2022 og 2023.

Lykiltölur / DHL Express Iceland

2023 2022
Tekjur 3.014  3.453
Eignir 2.134  1.918
Eigið fé 1.103  855
Afkoma 248  201
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.