Egg ehf., móðurfélag bílaumboðsins BL, er að kaupa heildverslunina Mítru ehf. sem sérhæfir sig í hjólbörðum og rekstrarvörum fyrir hjólbarðaverkstæði. Skilað hefur verið inn samrunatilkynningu vegna viðskiptanna til Samkeppniseftirlitsins.

Mítra velti 318 milljónum króna á síðasta ári. Heildverslunin, sem er á Tunguhálsi 15, hagnaðist um 11,4 milljónir í fyrra samanborið við 10,9 milljónir árið 2020. Stöðugildi hjá félaginu voru fjögur og launagreiðslur félagsins námu um 46,2 milljónum í fyrra.

Eignir Mítru voru bókfærðar á 199 milljónir í lok síðasta árs, þar af voru birgðir ríflega 145 milljónir. Eigið fé félagsins var 74 milljónir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði