Eftir­lits­aðilar í Banda­ríkjunum eru að undir­búa reglu­breytingu sem breytir fjár­magns­þörf banka vestan­hafs. Hrun nokkurra meðal­stórra banka í Banda­ríkjunum hefur ollið titringi á markaðnum síðustu mánuði.

Stefnt er að því að breyta reglum þannig að bankar verði að við­halda 20% eigin­fjár­stöðu og gæti reglu­breytingin tekið gildi strax í þessum mánuði.

Reglu­breytingin mun gera bankana stöðugri en gæti minnkað hagnað þeirra. Nas­daq banka­vísi­talan féll um 2,5% í gær.

JP Morgan og Wells Far­go féllu bæði yfir 1% á meðan vísi­tala fyrir minni héraðs­banka féll um 3%.