Al­þjóð­lega láns­hæfis­mats­fyrir­tækið Moo­dy's Investors Service hefur upp­fært láns­hæfis­mat Arion banka sem út­gefanda ó­veð­tryggðra skulda­bréfa úr Baa1 í A3. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallarinnar.

Moo­dy's hækkaði einnig láns­hæfis­mat lang­tíma og skamm­tíma­inn­lána úr A3/P-2 í A2/P-1. Horfum var jafn­framt breytt úr já­kvæðum í stöðugar.

„Upp­færsla láns­hæfis­matsins endur­speglar hve vel bankanum hefur gengið á síðustu 18 mánuðum að við­halda góðri arð­semi, sterkri eigin­fjár­stöðu og góðum eigna­g­æðum, auk aukinnar á­herslu á sam­þættingu banka- og trygginga­starf­semi,” segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

„Sú ein­kunn sem Moo­dy‘s gefur Arion banka í tengslum við á­hættu tengdri um­hverfis- og sam­fé­lags­þáttum og stjórnar­háttum hækkar einnig, úr G-3 í G-2. Er það mat Moo­dy‘s að á­hætta vegna stjórnar­hátta sé lág í ljósi bættrar fjár­hags­stefnu bankans og á­hættu­stýringar.”

Al­þjóð­lega láns­hæfis­mats­fyrir­tækið S&P Global Ratings stað­festi í mars á þessu ári BBB láns­hæfis­mat Arion banka til langs tíma en breytti horfum úr stöðugum í nei­kvæðar.

Sam­kvæmt á­hættu­mati S&P frá því í byrjun sumars hefur á­hætta í efna­hags­um­hverfi hér­lendis aukist vegna vaxta­stigs og hækkun á fast­eigna­verði.