Antoine Armand, fjármálaráðherra Frakklands, hefur kallað eftir því að evrópskir bílaframleiðendur verði undanþegnir sektum er varðar losun koltvísýrings.
Hann bætir við að ríkisstjórn Frakklands muni þrýsta á framkvæmdastjórn ESB um að endurskoða sektirnar, sem eiga að taka gildi árið 2026. Evrópskir bílaframleiðendur sem sýna vilja til rafvæðingar ættu ekki að þurfa að greiða sektir.
Reglur Evrópusambandsins, sem taka gildi á næsta ári, krefja bílaframleiðendur um að draga úr losun koltvísýrings með því að auka hlutfall raf- og tengiltvinnbíla í flota sínum. Ef framleiðendur fara ekki eftir reglunum má búast við sektum frá sambandinu.
Síðustu ár hefur sala rafbíla dregist saman í Evrópu, eins og fjallað er um í Viðskiptablaðinu. Margir neytendur bíða eftir því að rafbílar verði ódýrari og að hleðslustöðvar verði aðgengilegri áður en þeir taka ákvörðun um kaup á rafbíl.