Níu manna stjórn Twitter hefur verið leyst upp í kjölfar 44 milljarða dala kaupa Elon Musk á samfélagsmiðlinum. Musk er nú eini stjórnarmaður fyrirtækisins, að því er kemur fram í kauphallartilkynningu.
Fram kemur að það Musk hafi ávallt ætlað sér að vera eini stjórnarmaður Twitter og að breytingin sé hluti af skilmálum yfirtökunnar.
Auk þess að leysa upp stjórn Twitter hafa nokkrir af æðstu stjórnendum fyrirtækisins verið látnir fara, þar á meðal forstjórinn Parag Agrawal og fjármálastjórann Ned Segal.
Financial Times greindi frá því í gær að Musk hefði skipað starfsmönnum samfélagsmiðilsins að vinna sleitulaust að því að innleiða gjald fyrir notendur sem vilja auðkenningu með bláu merki við hlið nafn síns. Meira en 90% af tekjum miðilsins koma frá auglýsingum, samkvæmt síðasta uppgjöri.