Elon Musk hefur gefið nærri 75 milljónir dala, eða sem nemur 10 milljörðum króna, til pólitískra styrktarnefndar hans (e. PAC), America Pac, sem styður við kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 5. nóvember næstkomandi. Financial Times greinir frá.

Musk hefur lagt fram nokkur milljóna dala fjárframlög til styrktarnefndarinnar á þriðja ársfjórðungi samkvæmt gögnum sem birt voru í gærkvöldi.

America Pac hefur þegar varið yfir 96 milljónum dala, eða um 13,2 milljörðum króna, í að styðja við kosningabaráttu Trump og um 10 milljónum dala til viðbótar í að styðja við þingmannabaráttu Repúblikana, samkvæmt sjálfstæðu samtökunum OpenSecrets.

Musk, sem á samfélagsmiðilinn X og stýrir rafbílaframleiðandanum Tesla, tilkynnti formlega í júlí að hann styðji Trump fyrir komandi forsetakosningar. Musk mætti upp á svið með Trump á viðburði í Butler, Pennsylvania í byrjun mánaðarins.