Alþjóðleg úttekt IMD viðskiptaskólans á samkeppnishæfni þjóða sýnir Ísland þokast upp um eitt sæti í það 23. en hér að neðan er hægt að sjá myndband frá fundi Viðskiptaráðs og VÍB þar sem hagfræðingurinn Björn Brynjólfur Björnsson kynnir niðurstöðurnar.
Í meginatriðum eru niðurstöðurnar þær að landið hækkar upp um eitt sæti en stendur enn hinum norðurlöndunum að baki. Landið bætir sig ef horft er á fjóra meginþætti sem eru efnahagsleg frammistaða og skilvirkni hins opinbera og atvinnulífsins. Hinsvegar stendur Ísland sig verr en áður hvað varðar samfélagslega innviði.
Jafnframt gefa hagvísar sem snúa að sveitar- og borgarstjórn að við höfum sterka stöðu þegar kemur að orku og vatni en hins vegar sé árangur grunnskólastigsins lakur, atvinnustefna borgarinnar gæti verið sterkari og veikleika sé að finna í leiguverði íbúða ásamt fasteignasköttum.