Yfir 150 konur mættu á mentorviðburð FKA Framtíðar sem fór fram í síðustu viku en þetta er í sjöunda skipti sem FKA Framtíð stendur fyrir verkefninu. Um er að ræða nokkurra mánaða verkefni sem lýkur í vor.

Sigríður Vala Halldórsdóttir og Elín Þórunn Eiríksdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

Verkefnið gengur út á að gefa konum í atvinnulífinu, sem hafa áhuga á að eflast og vaxa í starfi, kost á því að læra af reynslumiklum konum og hefja með þeim mentorsamstarf. Á hraðstefnumótinu hittast allir þátttakendur og þar reyna konurnar að kynnast hver annarri á svokölluðu hraðstefnumóti.

Konurnar fengu að kynnast hvor annarri á svokölluðu hraðstefnumóti.
© Silla Páls (Silla Páls)
Guðlaug Sigurðardóttir, Hildur Ottesen, Ester Sif Harðardóttir, Maríanna Finnbogadóttir, Elfa Björg Aradóttir, Svan­hild­ur Jóns­dótt­ir og Anna Bjarney Sigurðardóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

Herdís Pála Pálsdóttir, einn af eigendum Opus Futura, er verndari mentorverkefnisins í vetur. Á hraðstefnumótinu fór hún yfir fyrirkomulag mentorsamstarfs með hópnum og minnti á að verkefnið nýtist vel á báða bóga.

Anna Regína Björnsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)
Yfir 150 konur mættu á mentorviðburð FKA Framtíðar.
© Silla Páls (Silla Páls)

Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu hjá Sjóvá og Sigríður Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá, buðu konurnar velkomnar. Þær hvöttu konurnar til þess að efla tengslanetið og ræddu meðal annars um hvernig þær hafa nýtt tengslanet og speglað sig við aðra kvenkyns stjórnendur í gegnum tíðina.

Rakel Hlín Bergsdóttir, Agnes Hlíf Andrésdóttir, Linda Jónsdóttir og Hildur Ottesen Hauksdóttir
© Silla Páls (Silla Páls)

„Það hafa líklega sjaldan verið jafn margar konur saman komnar á efstu hæðinni í höfuðstöðvum Sjóvá við Kringluna. Reynslumeiri konurnar sátu sem fastast í sínum sætum allan tímann og við fengum þær sem voru að sækjast eftir mentor til þess að færa sig á milli sæta eins og gengur og gerist á hraðstefnumótum,“ segir Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, formaður FKA framtíðar.