Ný stjórn FKA Framtíðar var kosin á aðalfundi FKA sem haldinn var á dögunum.
Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sólveig R Gunnarsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Maríanna Finnbogadóttir.
Ljósmynd: Silla Páls
Deila
Aðalfundur FKA Framtíðar var haldinn á dögunum og var kosin stjórn fyrir næsta starfsár. FKA Framtíð er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi.
FKA Framtíð segist vilja vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika.
Síðastliðin vetur tóku hátt í 100 konur úr atvinnulífinu þátt í Mentorverkefninu og er ný stjórn með það markmið að stækka verkefnið enn frekar.
Kosið er til tveggja ára í senn en ný stjórn FKA Framtíðar skipa:
● Árdís Ethel Hrafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair.
● Ester Sif Harðardóttir, forstöðumaður reikningshalds og uppgjöra.
● Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá HMS.
● Maríanna Finnbogadóttir, mannauðsráðgjafi í Arion Banka.
● Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá YAY ehf.
● Sjöfn Arna Karlsdóttir, verkefnastjóri reikningshalds hjá HMS.
● Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, óháður fyrirtækja- og fjármálaráðgjafi hjá Sólveig ehf. og fjármálastjóri GeoSilica.