Opnunarviðburður FKA var haldinn í vikunni þar sem félagskonur FKA nutu stundarinnar saman í nýju húsnæði Landsbanka Reykjastræti.

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá SÝN, Elfa Björk Björgvinsdóttir eigandi 22 Hill Hotel, Lilja Ósk Diðriksdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Senu og Smárabíói og Helga Björg Steinþórsdóttir, meðstofnandi AwareGO.
© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)

„Þetta var svakalega mikil upplifun að fá að koma inn í húsið og einlæg frásögn Lilju Bjarkar Einarsdóttur bankastjóra áhugaverð þegar hún rifjaði upp hvar hún var stödd fyrir 25 árum þegar FKA var stofnað,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Marianne Ribes framkvæmdastjóri Atfylgi formaður New Icelanders FKA og Veronika Guls hjá META Client Partner in Iceland sem einnig er í stjórn FKA Nýir Íslendingar.
© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)

Yfirskrift opnunarviðburðar Félags kvenna í atvinnulífinu var „Fjárfestu í þér til framtíðar“ og er yfirskrift sem fór bæði félagskonum vel þar sem félagsaðild er að sögn FKA frábær fjárfestingakostur fyrir konur.

4. Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og Andrea Ýr Jónsdóttir eigandi & framkvæmdarstjóri Heilsulausna og ritari FKA.
© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)

„Það var gaman að sjá ólíkan hóp félagskvenna mæta og njóta í botn en ég er ekki frá því að mæting úr mannvirkjahópi FKA hafi verið afbragðs góð vegna staðsetningar,“ segir Andrea.

© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)
Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)
© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)
2. Sara Pálsdóttir framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbanknum og Eyrún Anna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá bankanum tóku þátt í gleðinni hjá FKA.
© Ingunn Mjöll Sigurðardóttir (Ingunn Mjöll Sigurðardóttir)