Startup Supernova hraðalinn er í fullum gangi og fyrsti viðburður sumarsins var nýverið haldinn í Grósku. Icelandic Startups keyra hraðalinn en bakhjarlar verkefnisins eru Nova og Gróska auk þess sem Huawei styrkti sérstaklega teymið FOMO. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Sjá einnig: 82 umsóknir í Startup SuperNova
Fimm teymi af þeim tíu sem taka þátt í hraðlinum kynntu sig og sín verkefni fyrir hópi fólks. Teymin höfðu eina mínútu til að kynna verkefnið. Fjöldi fjárfesta og vina voru viðstödd, bubblubíllinn sá um veitingar og DJ Jay-O þeytti skífum en þess ber að geta að hann tók sjálfur þátt í Supernova í fyrra með fyrirtæki sitt Stubb.
Myndirnar tók Pétur Gautur Magnússon.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Hér má sjá þá Svavar Berg Jóhannsson, Gísla Karl Gíslason, Mikael Ingason í FOMO og félaga.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Þeir Svavar Berg Jóhannsson, Gísli Karl Gíslason og Sindri Björnsson verða seint sakaðir um að kunna ekki að pósa.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Katrín Aagestad, Stefanía Gunnarsdóttir, Helgi Skúli Friðriksson og Víðir Björnsson á góðri stund.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Kampavín og popp er frumkvöðlastarfsemi á háu stigi! Hér eru þeir Bragi, Eiríkur, Sigurður Davíð, Árni Steinn en þeir eru þátttakendur í hraðlinum.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, lætur í sér heyra.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Hrafnhildur Ingadóttir og Selma Karlsdóttir létu sig ekki vanta á viðburðinn.
© Pétur Gautur Magnússon (11111111111111)
Síðust en alls ekki síst eru þau Gylfi Már Geirsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.