Félagskonur FKA Framtíðar fylltu salinn í Blush þegar boðið var á Trúnó við varðeldinn með nokkrum ungum konum úr atvinnulífinu. Trúnó við varðeldinn er árlegur viðburður hjá FKA Framtíð þar sem rætt er við vel valdar fyrirmyndir á einlægum nótum.

Ayesha Efua Mensha og Grace Achieng.
© Silla Páls (Silla Páls)
Árdís Hrafnsstjóri stýrði lukkuhjólinu.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Það var einstaklega kósý stemning þetta árið, en viðburðurinn fór fram í fallegri verslun Blush við Dalveg í Kópavogi. Að þessu sinni voru það Gerður Arinbjarnar eigandi Blush, Lína Birgitta eigandi Define the Line og Unnur Aldís markaðsstjóri Smitten sem sátu fyrir svörum við varðeldinn,“ segir í tilkynningu.

Maríanna Finnbogadóttir og Karlotta Halldórsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)
Gerður Arinbjarnar, Lína Birgitta og Unnur Aldís.
© Silla Páls (Silla Páls)

Þar var farið yfir áskoranir á ferlinum, framtíðaráform og hvað þær gera til þess að efla sig í lífi og starfi.

Ester Sif Harðardóttir, Maríanna Finnbogadóttir og Íris Laxdal.
© Silla Páls (Silla Páls)
Helga Margrét, Andrea, Heiðrún og Jóhanna frá FKA Vesturlandi.
© Silla Páls (Silla Páls)

Auk trúnósins var boðið upp á veitingar, fordrykk frá Mekka og góðgæti frá Sætum Syndum. Lukkuhjólið vakti mikla lukku þar sem félagskonur gátu unnið verðlaun frá fyrirtækjum sem styrkja félagsstarf FKA Framtíðar eins og Blush, Te & kaffi, Angan skincare, GeoSilica, Salt, S4S, Öskur, Mantra og Stúdíó R57.

Sólveig R Gunnarsdóttir og Ester Sif Harðardóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)
Kristjana Thors, Lilja Ósk Diðriksdóttir og vinkona.
© Silla Páls (Silla Páls)

FKA segir að á þessu starfsári sé áhersla lögð á að styrkja konur á öllum sviðum, og þema vetrarins er „Sterkari þú“. Allir viðburðir starfsársins munu vinna með þemað, en stefnt er að fjölda fyrirlesara, námskeiða og fleiru skemmtilegu tengdu efninu.