Bréf N1 hfa lækkað um 4,2% síðan markaðir opnuðu í morgun en félagið birti uppgjör fyrsta ársfjórðung ársins í gær. Þar kom fram að hagnaður félagsins hafði dregist saman um 73% og nam 61 milljón króna samanborið við 225 milljónir á sama tímabili árið áður.

Í fréttatilkynningu frá félaginu sagði að skýringin fyrir lægri hagnaði væri aukinn samkeppni á einstaklingsmarkaði en að á sama tíma hafi umferð á þjóðvegum landsins aukist um 5,9%.

Eldsneytismagnið sem félagið seldi minnkaði um 2,2 miðað við fyrsta ársfjórðung ársins 2017.

Viðskipti með bréf félagsins hafa numið 69 milljónum króna þegar þetta er ritað en bréf félagsins standa því í 114,00 krónum og hafa ekki verið lægri á árinu.