Creditinfo SCHUFA GmbH, dótturfélag Creditinfo Group hf. og SCHUFA Holding AG hefur að undangengnu útboði gert samning við seðlabankann í Súdan um rekstur og uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi. Er því ætlað að auka aðgengi einstaklinga og fyrirtækja að lánsfé og á sama tíma að lágmarka útlánatap.
Hundruð milljóna verkefni
Sex fyrirtæki buðu í þetta verkefni sem er metið á hundruð milljóna króna. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur þar sem við höfum verið að reyna að ná í verkefni í Afríku,“ segir Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Creditinfo SCHUFA GmbH. „Við erum að fara þarna í samstarf til næstu fimm ára og eru menn að reyna að byggja upp innviði fjármálakerfisins. Í Súdan búa um 40 milljónir manna og þar eru starfandi tæplega 40 bankar. Hins vegar hafa einungis um 300.000 aðgengi að lánsfé.“
_____________________________
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .