Samkvæmt nýjustu netkönnun Prósents segist 77% þjóðarinnar ekki vilja neinn af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta.
Prósent spurði þátttakendur um það hver þeir vildu að yrði næsti forseti Íslands og voru þeir síðan spurðir um viðhorf til þeirra sem hafa þegar tilkynnt framboð sitt.
„Hver, ef einhver, af eftirfarandi einstaklingum sem hafa tilkynnt framboð sitt til forseta, myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands?“
Svarmöguleikar voru þá birtir fyrir neðan en hægt var að kjósa annað hvort Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríði Hrund Pétursdóttur, Tómas Loga Hallgrímsson eða engan.
Af þeim sem tóku þátt sögðust 77% að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. Af þeim 23% sem völdu frambjóðendur af lista sögðust 8% vilja Sigríði, 6% vildu Arnar Þór, 5% vildu Tómas Loga, 3% sögðust vilja Ástþór og en aðeins 1% vildi sjá Axel Pétur sem næsta forseta.
Þegar sú opna spurning „Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands?“ var lögð fram sögðust 9% vilja að Guðni Th. yrði áfram forseti, 4% vildu sjá Katrínu Jakobsdóttur og 2% sögðu Jón Gnarr.