Saudi Aramco, stærsta olíufyrirtæki heims, skilaði næst mesta hagnaði frá skráningu á þriðja ársfjórðungi þökk sé hækkandi olíu- og gasverðs.

Saudi Aramaco, sem er í 94% eigu ríkissjóðs Sádi-Arabíu, hagnaðist um 42,4 milljarða dala á fjórðungnum, sem er nærri 40% aukning frá sama tímabili í fyrra. Afkoman dróst þó saman frá öðrum ársfjórðungi þegar félagið skilaði 48 milljarða dala hagnaði.

Olíuverð hefur lækkað frá því að það náði fjórtán ára hámarki í mars síðastliðnum. Verð á framvirkum Brent samningum eru engu að síður fimmtungi hærri en í byrjun árs.

Saudi Aramaco hyggst greiða út 18,8 milljarða dala vegna þriðja ársfjórðungs.

„Þótt markaðsverð á hráolíu á þessu tímabili hafa orðið fyrir áhrifum af efnahagslegri óvissu, þá er langtímaspá okkar að eftirspurn eftir olíu muni aukast út áratuginn,“ sagði forstjórinn Amin Nasser í tilkynningu.

Hann sagði að um allan heim væri nú vanfjárfest í olíu- og gasiðnaðinum en Saudi Aramaco væri að fjárfesta í aukinni framleiðslugeta til lengri tíma.