Sigurður Kári Kristjáns­son, lög­maður og stjórnar­for­maður Náttúru­ham­fara­tryggingar Ís­lands, segir að ham­farirnar í Grinda­vík ætti að vekja stjórn­mála­menn til um­hugsunar um mikil­vægi þess að fyrir hendi sé Þjóðar­sjóður sem nýta má þegar tjón verður sem hvorki hefð­bundnar vá­tryggingar né náttúru­ham­fara­tryggingar bæta.

„Nauð­syn Þjóðar­sjóðs blasir eigin­lega við nú þegar nauð­syn­legt þykir að ráðast í upp­kaup á fjölda fast­eigna í Grinda­vík sem ekki er víst að fáist bættar, í stað þess að fjár­magna kaupin úr ríkis­sjóði eða með sér­tækri skatt­heimtu,“ skrifar Sigurður Kári í Morgun­blaðinu í dag.

Sigurður Kári Kristjáns­son, lög­maður og stjórnar­for­maður Náttúru­ham­fara­tryggingar Ís­lands, segir að ham­farirnar í Grinda­vík ætti að vekja stjórn­mála­menn til um­hugsunar um mikil­vægi þess að fyrir hendi sé Þjóðar­sjóður sem nýta má þegar tjón verður sem hvorki hefð­bundnar vá­tryggingar né náttúru­ham­fara­tryggingar bæta.

„Nauð­syn Þjóðar­sjóðs blasir eigin­lega við nú þegar nauð­syn­legt þykir að ráðast í upp­kaup á fjölda fast­eigna í Grinda­vík sem ekki er víst að fáist bættar, í stað þess að fjár­magna kaupin úr ríkis­sjóði eða með sér­tækri skatt­heimtu,“ skrifar Sigurður Kári í Morgun­blaðinu í dag.

Hann segir það sé dapur­legt að fylgjast með náttúru­öflunum ganga nærri Grinda­vík og Grind­víkingum. Fram­tíðin er ó­viss og margir hafa átt um sárt að binda.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í síðustu viku skoða stjórn­völd nú hvernig sé best að koma Grind­víkingum til að­stoðar en verið er að skoða annað hvort upp­kaup á öllum í­búðum í bænum eða greiða út eigið fé Grind­víkinga í í­búðum sínum.

Ráð­herrar viðruðu hug­myndir um að hægt væri að nýta eignir NTÍ í slíkar að­gerðir en slíkt færi gegn lög­bundnu hlut­verki sjóðsins.

„Náttúru­ham­fara­trygging Ís­lands (NTÍ) grípur fólk og kemur því til að­stoðar þegar náttúru­ham­farir verða og bætir tjón sem verður á vá­tryggðum eignum af völdum þeirra,“ skrifar Sigurður Kári.

„NTÍ hefur byggt upp sterkan sjóð sem ætlað er að standa undir bóta­greiðslum til þeirra sem verða fyrir tjóni. Sjóðurinn hefur vaxið og í dag nema eignir NTÍ um 60 milljörðum króna. Þar við bætist að NTÍ hefur gert verð­mæta samninga við er­lend endur­tryggingar­fyrir­tæki. Þeir geta tryggt Ís­lendingum 45 milljarða króna til við­bótar þegar bóta­skyldir at­burðir verða. Þetta þýðir að NTÍ getur mætt af­leiðingum gríðar­stórra náttúru­ham­fara og greitt tjón­þolum ríf­lega 100 milljarða króna í bætur, sem er fjár­hæð sem um munar þegar ham­farir verða,“ skrifar Sigurður Kári.

Hann segir að sjóðir NTÍ verði ekki nýttir til þess að bæta hvaða tjón sem er.

„Al­menna reglan er sú að til þess að fólk geti átt rétt til bóta úr sjóðum NTÍ þurfa eignir þess að vera bruna­tryggðar og hafa orðið fyrir tjóni af völdum náttúru­ham­fara. Bætur frá NTÍ byggjast því í grunninn á sömu sjónar­miðum og greiðslur bóta frá al­mennu vá­trygginga­fé­lögunum. Þeir sem ekki eru tryggðir eiga því ekki rétt á bótum. Það sama gildir um þá sem ekki hafa orðið fyrir tjóni. Og þú tryggir ekki eftir á.“

Sigurður Kári segir ham­farirnar í Grinda­vík sér­stakar og flóknari en þær sem við höfum áður þurft að takast á við.

Í fyrsta lagi hafa þær staðið í langan tíma og við vitum enn ekki hve­nær þeim mun ljúka. Af þeirri á­stæðu er ó­víst hversu hárra bóta tjón­þolar munu eiga rétt til og hvert heildar­tjón vegna ham­faranna verður.

„Reynslan sýnir að það getur breyst frá einni viku til annarrar. Þannig má telja full­víst að í ein­hverjum til­vikum hafi tjón, sem NTÍ hafði metið í kjöl­far jarð­skjálftanna í Grinda­vík, aukist eftir að eld­gos varð innan bæjar­markanna. Við slíkar að­stæður er erfitt að leggja mat á um­fang tjónsins. Í öðru lagi liggur fyrir að hluti húsa í Grinda­vík hefur ekki orðið fyrir skemmdum en stendur á svæði sem færustu sér­fræðingar telja ekki búandi á,“ skrifar Sigurður Kári

„Mis­munandi skoðanir kunna að vera uppi um hvort þau lög sem um NTÍ gilda leiði til bóta­réttar eig­enda þeirra og upp að hvaða marki. Allt hefur þetta valdið ó­vissu. Sú ó­vissa hefur eðli­lega valdið ó­öryggi, jafn­vel reiði, sem er skiljan­legt við þessar að­stæður,“ segir Sigurður Kári.