Kínverska leitarvélin Baidu hefur greint frá rúmlega 6% tekjuaukningu á síðasta ársfjórðungi eftir aukna sölu frá netverslunar- og streymisþjónustu sinni. Tekjurnar voru hins vegar lægri en fyrirtækið hafði von á.

Tekjur Baidu námu 34,95 milljörðum júana (687,7 milljónum dala), sem var rétt undir 35,065 milljarða júana markmiði sínu.

Hagnaður fyrirtækisins nam þá 2,60 milljörðum júana miðað við 4,95 milljarða á sama tíma í fyrra. Það ár var á pari við 4,96 milljarða júana markmiðið.

Tekjur frá netsölu Baidu jukust einnig um 6% en mánaðarlegur fjöldi virkra notenda fyrir smáforrit fyrirtækisins voru um 667 milljónir í desember. Netverslun Kínverja hefur stóraukist undanfarinn áratug en um 80% af allri netsölu fer fram í gegnum símaforrit.

Kínverska leitarvélin Baidu hefur greint frá rúmlega 6% tekjuaukningu á síðasta ársfjórðungi eftir aukna sölu frá netverslunar- og streymisþjónustu sinni. Tekjurnar voru hins vegar lægri en fyrirtækið hafði von á.

Tekjur Baidu námu 34,95 milljörðum júana (687,7 milljónum dala), sem var rétt undir 35,065 milljarða júana markmiði sínu.

Hagnaður fyrirtækisins nam þá 2,60 milljörðum júana miðað við 4,95 milljarða á sama tíma í fyrra. Það ár var á pari við 4,96 milljarða júana markmiðið.

Tekjur frá netsölu Baidu jukust einnig um 6% en mánaðarlegur fjöldi virkra notenda fyrir smáforrit fyrirtækisins voru um 667 milljónir í desember. Netverslun Kínverja hefur stóraukist undanfarinn áratug en um 80% af allri netsölu fer fram í gegnum símaforrit.