Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir að Samkaup muni einnig koma til með að bjóða upp á áfengissölu í netverslun sinni. Samkaup hafi þegar átt samtöl við stærstu vínbirgja landsins og að sögn Gunnars er fyrirtækið í startholunum með verkefnið.

„Þetta er mjög langt komið hjá okkur, en það truflar mann að það sé ekki búið að klára áfengisfrumvarpið og þýðir það að maður endi alltaf á því að fara einhverjar krókaleiðir. Þetta hlýtur hins vegar að ýta við kerfinu. Það er bara óþarfa vesen og kostnaður að fara einhverjar krókaleiðir til að taka þátt í samkeppnismarkaði,” segir Gunnar.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir að Samkaup muni einnig koma til með að bjóða upp á áfengissölu í netverslun sinni. Samkaup hafi þegar átt samtöl við stærstu vínbirgja landsins og að sögn Gunnars er fyrirtækið í startholunum með verkefnið.

„Þetta er mjög langt komið hjá okkur, en það truflar mann að það sé ekki búið að klára áfengisfrumvarpið og þýðir það að maður endi alltaf á því að fara einhverjar krókaleiðir. Þetta hlýtur hins vegar að ýta við kerfinu. Það er bara óþarfa vesen og kostnaður að fara einhverjar krókaleiðir til að taka þátt í samkeppnismarkaði,” segir Gunnar.

Á þriðjudaginn var greint frá því að Costco hefði opnað fyrir áfengissölu til einstaklinga og var meðal annars að undirbjóða ÁTVR.

Daginn eftir sagði Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við mbl.is að Hagkaup myndi líklega gera slíkt hið sama á komandi misserum. Hagkaup er þegar með netverslun og sagði Sigurður því auðvelt að bæta við áfengissölu þar.