Nexus afþreying, sem rekur sérvöruverslanir undir merkjum Nexus, hagnaðist um 14 milljónir króna í fyrra, samanborið við 12,7 milljóna hagnað árið 2022.
Hagnaður hefur verið af rekstrinum frá árinu 2017 en samanlagður hagnaður tímabilsins nemur ríflega 108 milljónum króna, þar af 75 milljónir árin 2020 og 2021.
Velta félagsins hefur sömuleiðis aukist en tekjur ársins 2023 námu 964 milljónum króna, samanborið við 740 milljónir árið áður. Sé horft aftur til ársins 2017 hefur velta félagsins meira en tvöfaldast.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.