Veitingastaðurinn Nings hagnaðist um rúmlega 7 milljónir króna í fyrra eftir að hafa tapað alls 100 milljónum á árunum 2017 til 2020.

Tekjur námu 616 milljónum króna og jukust um 15% frá fyrra ári. Eignir námu 94 milljónum í loks síðasta árs og skuldir 155 milljónum en eigið fé var neikvætt um 61 milljón. Laun og launatengd gjöld námu 274 milljónum en meðalfjöldi ársverka var 40.

Nings er í eigu feðganna Bjarna Óskarssonar og Sigurgísla Bjarnasonar.

Lykiltölur / Nings

2021 2020
Tekjur 616 535
Eignir 94 123
Eigið fé -61 -69
Afkoma 7 -13
- í milljónum króna

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.