Nordik lögfræðiþjónusta gerðist nýlega aðili að WTS sem er alþjóðlegt net lögfræðistofa sem sérhæfa sig í skattaráðgjöf og tengdum verkefnum. WTS starfar í nær öllum löndum þar sem Ísland og íslensk fyrirtæki eiga viðskipta vini. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að aðild að WTS veiti Nordik og viðskiptavinum þess skjótan aðgang að sérfræðingum í skattamálum sem allir hafi víðtæka reynslu af alþjóðlegum skattamálum og viðskiptum.

„Flest fyrirtæki sem eru aðilar að WTS eru svipuð að uppbyggingu og Nordik, þ.e. eigendur og sérfræðingar hafa langa reynslu af skattaráðgjöf hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum, en hafa viljað starfa hjá smærri einingum, m.a. til að tryggja viðskiptavinum sínum persónulegri þjónustu og ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni.