Íslenska húðvörufyrirtækið Sif Cosmetics kynnti í gær, miðvikudaginn 18. apríl, nýja vöru í húðlínu fyrirtækisins. Sif Cosmetics er dótturfélag frumkvöðlafyrirtækisins ORF Líftækni og var stofnað árið 2009.
Fjölmenn kynning vörunnar var haldin á KEX Hostel þar sem Ragnhildur Steinunn Gísladóttir ræddi meðal annars við Björn Örvar, framkvæmdastjóra Sif, Auði Magnúsdóttur, yfirmann próteintæknideildar ORF Líftækni, og Þórunni Lárusdóttur leikkonu um vísindin sem liggja að baki þróun EGF húðvaranna.
Nýjungin sem kynnt var í gær er EGF húðnæring. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að rannsóknir á húðnæringunni sýni að hún auki kollagen og þéttni húðarinnar og bæti rakastig hennar verulega. Áður eru á markaði EGF húðdropar og dagkrem. Vörurnar innihalda frumuvaka sem er náttúrulegur í húðinni og gegnir lykilhlutverki í endurnýjunarferli hennar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)