Rússar hafa á nýjan leik hafið framleiðslu Volga-bifreiðum. GAZ, sem er skammstöfun fyrir Gorky bílaverksmiðjuna, sem hóf framleiðslu á Volga árið 1956.
Verksmiðjan framleiddi bíla allt til ársins 2010, þegar framleiðslu á Volga Siber var hætt. Sá bíll byggði að stórum hluta á Chrysler Sebring.
Nú hefur GAZ hafið framleiðslu á nýjan leik en á dögunum voru þrír bílar kynntir en það eru Volga S40, K30 og K40. Voru bílarnir sýndir í borginni Nizhny Novgorod, sem á sóvét-tímanum nefndist Gorky eftir rithöfundinum og kommúníska aðgerðarsinnanum Maxim Gorky.
Nýju Volga-bílarnir eru framleiddir í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Changan. Fyrir utan útlitsbreytingar á grilli eru Volga-bílarnir nánast eins og Changan Raeton Plus, Changan Oshan X5 Plus og Changan UNI-Z.