Samkeppniseftirlitið hefur gefið græna ljósið á kaup nýrra eigenda að ritfangaversluninni Pennanum. Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, átti Pennann og var greint frá sölu fyrirtækisins 18. júní síðastliðinn.

Kaupendur Pennans er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín. Þeir tengjast allir Gunnari Dungal, fyrrverandi eiganda Pennans sem seldri reksturinn um mitt ár 2005.  Ingimar er fyrrverandi forstjóri Kaupáss og var fjármálastjóri Pennans þegar Gunnar átti fyrirtækið og var Stefán endurskoðandi þess um nokkurra ára skeið. Gunnar var ráðgjafi þremenninganna í fyrirtækjakaupunum ásamt Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.