Grindr, stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða, hefur ráðið nýjan forstjóra og fjármálastjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar skráningar með samruna við sérhæft yfirtökufélag (SPAC).
George Arison, stofnandi Shift, markaðstorgs fyrir notaða bíla, hefur verið ráðinn forstjóri Grindr. Arison, sem er samkynhneigður, hefur setið í stjórn fyrirtækisins frá því í maí síðastliðnum. Hann segist í samtali við Financial Times vera fullviss um að skráning í gegnum SPAC-samning sé rétta skrefið fyrir Grindr.
„Við erum með frábæran rekstur sem hægt er að skala mikið upp. Mitt markmið er að keyra það áfram […] og byggja upp teymi sem er reiðubúið að stýra skráðu félag,“ segir Arison.
Þá hefur félagið ráðið Vanna Krantz sem fjármálastjóra en hún gegndi áður sömu stöðu hjá fjártæknifyrirtækinu Passport og Disney Streaming Services.