Bandaríski rafbílaframleiðandinn Hyliion hyggst fara á markað. Líkt og félagið Nikola mun félagið fara í frumútboð með öfugum samruna (e. reverse merger) við Tortoise Acquisition og mun vera skráð í kauphöll New York.
Sjá einnig: Sótt að Tesla úr mörgum áttum
Félagið segir að frumútboðið mun nema 560 milljónum dollara, andvirði 78 milljarða króna. Félagið segist ætla einbeita sér að rafvæða aflrás bílanna fremur en að framleiða bíla í heild sinni. Slíkt sé töluvert umfangsminna verkefni og gengur því hraðar fyrir sig. Umfjöllun á vef Yahoo finance.
Hlutabréf Tortoise, sem Hyliion mun skilja við, hafa hækkað um ríflega 300% síðan að tilkynning vegna útboðsins barst.