Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tilkynnti í vikunni um hvaða tíu sprotafélög hefðu verið valin úr hópi 73 umsækjenda í fjárfestingarátaki sem sjóðurinn fór af stað með í vor. Nýsköpunarsjóður fjárfestir fyrir 200 milljónir í ungu sprotafélögunum tíu.

Eitt af skilyrðum átaksins var að félögin myndu tryggi sér a.m.k. sömu upphæð frá einkafjárfestum. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að samanlagt stefni fjárfesting Nýsköpunarsjóðs og einkafjárfesta í að verða nærri 600 milljónir króna í tíu félögunum umræddu.

Viðskiptablaðið ræddi við Örn Viðar Skúlason, fjárfestingarstjóra Nýsköpunarsjóðs, í sumar um átakið og aukna áherslu sjóðsins á fjárfestingar á fjármögnun sprotafélaga sem eru að stíga sín fyrstu skref. Örn Viðar sagði að stefnt sé að því að fjárfestingarátakið verði fastur liður í starfsemi sjóðsins.

Eftirfarandi félög voru valin í fjárfestingarátaki Nýsköpunarsjóðs:

  • Alda Öryggi - Aukið öryggi sjómanna með stafrænum lausnum
  • ‍ArcanaBio - Greining lífsýna úr munnvatni til forvarna‍
  • Álvit - Umhverfisvænni álframleiðsla ‍
  • e1 - Deilihagkerfi sem sameinar aðgang að rafbílahleðslum um land allt‍
  • Humble - Vottaðar kolefniseiningar með minni matarsóun‍
  • Keeps - Stýring á myndasafni fyrirferðageirann‍
  • Marea - Varðveisluhúð fyrirgrænmeti og ávexti úr þörungahrati‍
  • Medagogic - Stafræn þjálfun heilbrigðisstarfsmanna‍
  • Optitog - Smali stækkar smölunarsvæði / veiðarfæri‍
  • Sundra - Stafræn úrvinnsla myndabanda frá viðburðum