Ríkiskaup, fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna og Alþingis, hefur óskað eftir tilboðum í ýmiss konar búnað fyrir nýja byggingu Alþingis.
Um er að ræða búnað, svo sem nokkrar tegundir vinnuborða, nefndarborð og aðrar tegundir borða sem þarfnast sérsmíði en þar á meðal er einnig nýtt ræðupúlt.
Ríkiskaup, fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna og Alþingis, hefur óskað eftir tilboðum í ýmiss konar búnað fyrir nýja byggingu Alþingis.
Um er að ræða búnað, svo sem nokkrar tegundir vinnuborða, nefndarborð og aðrar tegundir borða sem þarfnast sérsmíði en þar á meðal er einnig nýtt ræðupúlt.
Áætlað er að nýbyggingin við Tjarnargötu 9 verður tekin í notkun á nýju löggjafarþingi næsta haust en þar verður meðal annars fundarsalir og stærðarinnar ráðstefnusalur.
Tilboðsfrestur er til hádegis 7. júni og skal verkinu skilað fyrir 23. ágúst. Teikningar af ræðupúltinu má sjá hér að neðan.