Ríkis­kaup, fyrir hönd Fram­kvæmda­sýslunnar-Ríkis­eigna og Al­þingis, hefur óskað eftir til­boðum í ýmiss konar búnað fyrir nýja byggingu Al­þingis.

Um er að ræða búnað, svo sem nokkrar tegundir vinnu­borða, nefndar­borð og aðrar tegundir borða sem þarfnast sér­smíði en þar á meðal er einnig nýtt ræðu­púlt.

Á­ætlað er að ný­byggingin við Tjarnar­götu 9 verður tekin í notkun á nýju lög­gjafar­þingi næsta haust en þar verður meðal annars fundar­salir og stærðarinnar ráð­stefnu­salur.

Til­boðs­frestur er til há­degis 7. júni og skal verkinu skilað fyrir 23. ágúst. Teikningar af ræðu­púltinu má sjá hér að neðan.