Klínísk rannsókn á 338 sjúklingum með al­var­legt þung­lyndi sýndi að nýtt þung­lyndis­lyf, BH-200, frá þýska líftækni­fyrir­tækinu HMNC Brain Health, skilaði af­gerandi árangur, sér­stak­lega þegar það var notað sam­hliða erfðaprófi sem greinir hverjir lík­lega njóta mest góðs af með­ferðinni.

Sam­kvæmt Financial Times voru þátt­tak­endur flokkaðir í þrjá hópa eftir erfðafræði­legu mynstri hor­móna sem losa við streitu.

Þótt lyfið bætti ein­kenni allra, þá skilaði það mun meiri árangri hjá einum hópi, sem taldi um 27 pró­sent þátt­tak­enda.

„Þetta er stórt skref í átt að nákvæmari og ein­stak­lings­miðaðri með­ferð í geðlækningum,“ segir Hans Eriks­son, yfir­læknir HMNC, sem kallar nálgunina „nákvæm geðlækning“ (e. precision psychia­try).

Í átt að klínískri notkun

BH-200 byggir á endur­for­múlun af eldri lyfi, neli­vaptan, sem franska lyfja­fyrir­tækið Sanofi hafði þróað en lagði til hliðar árið 2008, á þeim tíma þegar stór­fyrir­tæki sneru baki við geðlækningum.

HMNC hefur hins vegar tekið lyfið aftur upp og bætt við erfðaprófi sem spáir fyrir um virkni með­ferðarinnar.

Fyrir­tækið hefur hingað til safnað 66,5 milljónum evra í fjár­mögnun og hyggst sækja allt að 80 milljónir evra til viðbótar til að hefja III. fasa klínískar rannsóknir.

Alan Schatz­berg, geðlæknir og pró­fessor við Stan­ford-háskóla, sem starfar sem ráðgjafi HMNC, segir að niður­stöðurnar „kunni að marka tíma­mótum í því hvernig ákvarðanir um geðlyfja­með­ferð eru teknar.”

Núverandi erfðapróf byggir á blóðprufu, en HMNC vinnur að þróun á ein­faldari munn­vatns­prófi sem hægt væri að senda til sjúklings og greina áður en hann mætir á lækna­stofu.

Eriks­son segir að þótt prófið bæti við kostnaði, þá sé sá kostnaður lítill í saman­burði við þann gríðar­lega sam­félags­lega og fjár­hags­lega kostnað sem fylgir röngum eða sein­virkum þung­lyndis­lyfjum.

„Það er langtum betra að byrja með rétta lyfið í fyrstu með­ferð, í stað þess að prófa sig áfram mánuðum saman,“ segir hann.

HMNC vinnur einnig með bandaríska líftækni­fyrir­tækinu Spruce Biosciences að þróun annars lyfs, til­dacer­font, sem var upp­haf­lega þróað af Eli Lilly.

Líkt og með BH-200 verður erfðapróf nýtt til að velja þá sjúklinga sem lík­legast er að bregðast vel við með­ferðinni.