Í dag eru í gildi sextán rekstrarleyfi til sjókvíaeldis með hámarkslífmassa upp á ríflega 103 þúsund tonn. Fyrirtækin sem fengið hafa leyfi eru Arctic Sea Farm, Arnarlax, Háafell, Hábrún og Ís 47 á Vestfjörðum og Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi á Austfjörðum.
Ice Fish Farm, sameinað félag Laxa Fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða, er meðal þeirra sem bíða eftir að Matvælastofnun afgreiði umsókn um nýtt rekstrarleyfi.
Í dag eru í gildi sextán rekstrarleyfi til sjókvíaeldis með hámarkslífmassa upp á ríflega 103 þúsund tonn. Fyrirtækin sem fengið hafa leyfi eru Arctic Sea Farm, Arnarlax, Háafell, Hábrún og Ís 47 á Vestfjörðum og Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi á Austfjörðum.
Ice Fish Farm, sameinað félag Laxa Fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða, er meðal þeirra sem bíða eftir að Matvælastofnun afgreiði umsókn um nýtt rekstrarleyfi.
Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði sem lokið hefur umhverfismati en að sögn Jens Garðars Helgasonar, aðstoðarforstjóra Ice Fish Farm, hefur sú umsókn verið í níu ár í ferli. Einnig hefur Ice Fish Farm sótt um að sameina leyfi í Reyðarfirði og hefur sú umsókn sömuleiðis verið í ferli í nokkur ár.
„Það hefur alltaf tafist og tafist, nú síðast út af því að það hefur allt verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ferli sem er búið að taka of langan tíma og mun lengri tíma heldur en greininni var lofað,“ segir Jens.
„Þannig þetta er allt farið að taka mjög langan tíma en leyfisferlin eru ekki mæld í mánuðum heldur í mörgum árum. Ég hef oft nefnt það að þegar þú sækir um leyfi í fiskeldi og það fæðist barn á sama tíma, ef allt gengur upp, þá loksins þegar þú nærð að slátra fyrsta fisknum úr því leyfi að þá er barnið að fermast.“
Lítið hafi breyst undanfarin ár, þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á lögunum og tillögur lagðar fram.
„Þegar umræðan er í rauninni sú að reyna að einfalda leyfisveitingar þá einhvern veginn tekst hinu opinbera samt að flækja þær og fyrir vikið þá getur þetta tekið rúman eða í kringum einn áratug, eitt leyfisferli. Burtséð frá öllu þá er það náttúrulega ekki ásættanleg stjórnsýsla og stjórnsýsluleg meðferð.“
Nánar er fjallað um ferli leyfisveitinga í sjókvíaeldi í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.