Dr. Danilo Zatta, höfundur bókarinnar The Pricing Model Revolution og einn helsti sérfræðingur heims um verðlagningu, flutti erindi fyrir forsvarsmenn hátt í þrjátíu íslenskra fyrirtækja í danska sendiráðinu í lok október á vegum Valcon ráðgjafar. Erindi Zatta hét „Hvernig á að auka hagnað með framúrskarandi verðlagningu“ en Zatta hefur starfað sem stjórnunarráðgjafi í 20 ár hjá mörgum stærstu fyrirtækjum heims.
Í samtali við Viðskiptablaðið segir Zatta að þörfin fyrir rétta verðlagningu og auknar tekjur hjá fyrirtækjum hafi sjaldan verið meiri en núverandi efnahagsástand, óðaverðbólga og háir vextir, sé meðal annars ástæðan fyrir því að danska ráðgjafarfyrirtækið Valcon haldi fundinn fyrir íslensk fyrirtæki.
„Ísland er eyja sem glímir við óðaverðbólgu um þessar mundir og þörfin fyrir auknar tekjur og betri EBITDA-afkomu hefur sjaldan verið meiri. Með smávægilegum breytingum er hægt að ná þessum markmiðum,“ segir Anders Worsøe Gantzhorn, meðeigandi að Valcon og fyrirtækjaráðgjafi til margra ára sem var með Zatta í för á Íslandi. „Það einstaka við betri verðlagningu er að þú sérð árangur á skömmum tíma og við höfum verið að sjá fyrirtæki auka tekjur sínar um 2 til 8 prósent á innan við sex vikna tímabili. Verðlagning skilar sér líka einn á móti einum í hagnaði þar sem það er ekki verið að eiga við framleiðsluna heldur er verið að finna rétt virði vörunnar og breyta verðinu í samræmi við það.“
Zatta segir að virði skipti mestu máli í verðlagningu en fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra vanmeta oft virðið. „Að ná fram þessu virði með nýstárlegri nálgun í verðlagningu er forsenda árangurs,“ segir Zatta.
Spurður um hvers vegna hann hafi ákveðið að einblína á verðlagningu sem ævistarf segist hann hafa unnið lengi sem ráðgjafi tengdum samrunum og yfirtökum, niðurskurðaraðgerðum og fleira en fátt hjálpar fyrirtækjum að hagnast jafn mikið og verðlagning. „Þetta er gefandi því þetta hjálpar fyrirtækjum að vaxa og fjárfesta í framtíðinni fremur en að aðstoða fyrirtæki við að draga saman seglin og ráðast í uppsagnir.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði