Hröð iðn- og neysluvæðing nýmarkaðslanda er ekki bara fagnaðarefni. Mikil aukning í bílaeign fólks í löndum á borð við Indland og Kína veldur miklum áhyggjum, sérstaklega vegna aukningar í útblæstri koltvísýrings.

Hinn ódýri Tata-bíll sem er afar vinsæll á Indlandi er sérstaklega litinn hornauga, en talið er að sala á honum og fleiri ódýrum bifreiðum muni auka losun koltvísýrings verulega.

Bíllinn er þrátt fyrir það afar neyslugrannur og kemst um 20 kílómetra á eldsneytislítrann.

Reuters sagði frá þessu.