Tæknifyrirtækið Ofar hefur undirritað samning um einkarétt á sölu og dreifingu á tækjabúnaði frá heilbrigðistæknirisanum Canon Medical Systems fyrir íslenskan markað. Samningurinn tók formlega gildi þann 1. júlí sl.
Canon Medical Systems er alþjóðlegt fyrirtæki sem framleiðir tækjabúnað og tæknilausnir fyrir læknisfræðilegar myndgreiningar, eins og tölvusneiðmyndatökur, segulómanir, röntgenmyndatökur og ómskoðanir.
„Það er okkur mikil ánægja að kynna Ofar sem nýja samstarfsaðila Canon Medical Systems á Íslandi. Í gegnum áratugina hefur starfsfólk Ofar átt í árangursríku samstarfi við Canon í Evrópu og við vitum að þau eru rétti aðilinn til að taka næsta skref með okkur á íslenskum heilbrigðismarkaði,” segir Emilie Endjah CP North Director hjá Canon Medical Systems.
Ofar (áður Origo lausnir og Nýherji) hefur sinnt sölu, dreifingu og þjónustu á myndavélabúnaði og prentlausnum frá Canon í meira en þrjá áratugi.
„Við lítum á þetta sem mikilvæga ábyrgð og munum styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi með nýjustu myndgreiningartækni, sérfræðiráðgjöf og traustri þjónustu sem skiptir máli fyrir fagfólk og skjólstæðinga um allt land,” segir Jón Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri Ofar.
Með samningnum verður allt vöruframboð Canon á Íslandi sameinað undir einu þaki hjá Ofar. Samstarfinu fylgir einnig stuðningur, þjálfun og fræðsla á vegum klínískra sérfræðinga hjá Canon Medical.