Ellefta mannaða geimflug Blue Origin fór fram í vikunni en um var að ræða fyrstu ferðina þar sem aðeins konur voru um borð. Lauren Sánchez, eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin, söngkonan Katy Perry og fjölmiðlakonan Gayle King voru um borð ásamt eldflaugaverkfræðingnum Aisha Bowe, geimferðalíffræðingnum Amanda Nguyen, og aktívistanum Kerianne Flynn.

New Shepard NS-31 geimflauginni var skotið á loft í Texas-ríki Bandaríkjanna á mánudag og lenti skömmu síðar eftir stutta ferð yfir Kármánlínuna svokölluðu en frá flugtaki fram að lendingu liðu um 11 mínútur. Í heildina hefur Blue Origin skotið upp 31 geimflaug frá stofnun en 58 hafa flogið með fyrirtækinu, þar af fjórir tvisvar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði