Gengi Iceland Seafood lækkaði um 4,3% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni en lítil velta var með bréf félagsins eða um 11 milljónir. Gengi Icelandair lækkaði um 3,7% í 44 milljóna króna viðskiptum og Reitir fasteignafélag um 1,9% í 74 milljóna viðskiptum. Kvika banki lækkaði um 1,3% í 227 milljóna viðskiptum.

Þar sem arðleysisdagur er í dag hjá Eik fasteignafélagi lækkaði gengi félagsins um 7,3% en ekki er um eiginlega lækkun á genginu að ræða heldur leiðréttingu.

Gengi Iceland Seafood lækkaði um 4,3% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni en lítil velta var með bréf félagsins eða um 11 milljónir. Gengi Icelandair lækkaði um 3,7% í 44 milljóna króna viðskiptum og Reitir fasteignafélag um 1,9% í 74 milljóna viðskiptum. Kvika banki lækkaði um 1,3% í 227 milljóna viðskiptum.

Þar sem arðleysisdagur er í dag hjá Eik fasteignafélagi lækkaði gengi félagsins um 7,3% en ekki er um eiginlega lækkun á genginu að ræða heldur leiðréttingu.

Ölgerðin leiddi aftur á móti hækkanir dagsins en gengi félagsins hækkaði um 2,2% í 73 milljóna króna viðskiptum. Íslandsbanki hækkaði um 1,5% í 39 milljóna viðskiptum. Gengi Haga hækkaði um 1,4% í 171 milljón króna viðskiptum og Skel fjárfestingafélag lækkaði um 1,2% í 59 milljóna viðskiptum.

Mesta veltan var með bréf Arion en gengi félagsins hækkaði um 0,2% í tæplega 900 milljóna króna viðskiptum. Því næst kom Alvotech, sem hækkaði um 0,3% í tæplega 300 milljóna viðskiptum.

Á First North markaðnum hækkaði gengi Arnarlax um 3,45% í 109 milljóna króna viðskiptum. Play lækkaði um 4,4% í aðeins tveggja milljóna viðskiptum.

Heildarvelta viðskipta í Kauphöllinni nam 3,2 milljörðum króna.