Olíusjóður Noregs, sem er með eignir upp á 1,6 þúsund milljarða dala, mun ekki kvika frá markmiði sínu um að 70% af eignum sjóðsins samanstandi af hlutabréfum.
Fjármálaráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, sagði þetta við blaðamenn í morgun í kjölfar mikilla lækkana á hlutabréfamörkuðum víða um heim.
„Við verðum að viðhalda pólitísku viðmiðunum og halda okkur við 70%. Ef hlutfallið fer niður fyrir 70% þá munum við koma því aftur upp,“ hefur Reuters eftir Stoltenberg.
Olíusjóðurinn á að meðaltali um 1,5% af öllum skráðum hlutabréfum í heiminum. Sjóðurinn hefur skilað mikilli ávöxtun á síðustu árum, einkum vegna hækkana á hlutabréfamörkuðum.
Í árslok 2024 voru hlutabréf um 71,4% af eignum sjóðsins, samanborið við 70,9% ári áður. Skuldabréf voru um 26,6%, óskráðar fasteignir 1,8% og óskráð endurnýjanleg orkuverkefni 0,1%.