Frá því að 12 daga innrás Ísraela inn í Íran lauk 24. júní hefur olíuverð haldist nokkuð stöðugt.

WTI hráolía(West Texas Intermediate) hefur sveiflast milli 65-67 dala tunnan eftir að hafa farið hæst í 75 dali þegar stríðið varði.

Olíuverð rétti úr kútnum í hádeginu í Evrópu, þrátt fyrir að OPEC+ hafi tilkynnt um helgina meiri framleiðsluaukningu en spáð hafði verið. Markaðurinn brást við dauflega, enda ríkir óvissa um offramboð. Wall Street Journal fjallar um málið.

Brent-hráolía hækkaði um 0,6% í 68,73 dali fatið, á meðan WTI hækkaði um 0,1% í 67,10 dali fatið. Fyrr um daginn höfðu bæði viðmiðin lækkað – Brent um 0,4% og WTI um 1,4%.

„Til skamms tíma virðast líkur á lækkun á hráolíuverði vera takmarkaðar,“ sagði Ole Hansenhjá Saxo Bank.

OPEC+ greindu frá því um helgina að frá því að þau hygðust auka framleiðslu um 548.000 tunnur á dag í ágúst – sem er töluvert umfram 411.000 tunnur á dag sem greiningaraðilar höfðu spáð.

Þessar tölur segja hins vegar ekki alla söguna því raunveruleg framleiðsluaukning hefur verið mun minni en yfirlýsingar olíuríkjanna.

Í apríl var kvótahækkun OPEC+ 138.000 tunnur á dag en raunaukningin nam aðeins 16.000 tunnum. Í maí var kvótinn aukinn um 411.000 tunnur, en raunframleiðslan jókst aðeins 154.000 tunnur, samkvæmt svissneska UBS.